Leiðbeiningar
Skoðunartímar
-
Hér má sjá alla þá skoðunartíma sem seljandi hefur skráð, sem áhugasamir geta tekið frá og í framhaldi fengið að skoða fasteignina sem er til sölu.
-
Þeir eru flokkaðir eftir dagsetningu, tíma og „Taka frá“
-
Hægt er að raða upp listanum með því að smella á „Sía“ og velja viðkomandi stillingu. Allir skoðunartímar raðast í tímaröð, eftir næstu dögum og svo tíma
Sía - stillingar
- Allir skoðunartímar: Raðar upp öllum skoðunartímum.
-
Skoðunartímar í dag: Raðar upp öllum skoðunartímum sem skráðir eru á daginn í dag.
-
Skoðunartímar á morgun: Raðar upp öllum skoðunartímum sem skráðir eru á morgun.
- Skoðunartímar næstu daga: Raðar upp öllum skoðunartímum sem eru skráðir eftir morgundaginn.
Dagatal fyrir skoðunartíma
-
Dagatalið sýnir alla þá skoðunartíma sem eru óbókaðir í mánuðinum. Einnig sýnir það hvenær opið hús er skráð. Hægt er að fletta áfram í næstu mánuði, og sýnir það þá óbókaða skoðunartíma fyrir viðeigandi mánuð.
Taka frá:
- Þegar þú hefur fundið tíma sem hentar þér geturðu ýtt á „Taka frá“.
- Birtist þá gluggi með formi sem hægt er að fylla út.
- Vinsamlegast fylltu út „Fullt nafn“, „Símanúmer“ og „Netfang“. Ekki er nauðsynlegt að fylla í „Athugasemd“ sem er valfrjálst.
-
Þegar þú hefur lokið við að fylla út í formið geturðu ýtt á „Taka frá skoðunartíma“.
- Eftir að hafa tekið frá tímann, birtast efst á skjánum skilaboð um að skráning hafi tekist. Mikilvægt er að taka niður þessar upplýsingar svo þær gleymist ekki.
- Athugið! Þú ert ekki látinn vita sjálfvirkt ef tíminn breytist, en seljandi getur haft samband við þig bæði til að staðfesta tímann, látið þig vita ef hann breytist eða ef tíminn fellur niður.
- Athugið! Ef annar aðili er fljótari að bóka sama tíma og þú ert að fylla út fyrir, þá gætir þú misst af tímanum. Koma þá villuskilaboð um að tíminn hefur verið frátekinn. Verður þú þá að finna annan tíma.